HEIMA UM JÓLIN

Heima um jólin – 3.desember 2016
Menningarhúsið Hof

Fyrstu helgina í desember verður mikið um dýrðir í Hofi þegar jólatónleikar Friðriks Ómars, Heima um jólin, verða haldnir. Gestir Friðriks að þessu sinni eru söngvararnir Guðrún Gunnarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. Saman kemur þessi glæsilegi hópur fram ásamt hljómsveit undir stjórn Ingvars Alfreðssonar píanóleikara. Hljómsveitina skipa auk Ingvars þeir Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, Diddi Guðnason slagverksleikari, Kristján Grétarsson gítarleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Ari Bragi Kárason á trompet.

Efnisskráin er einstaklega vegleg en gestir munu heyra allar helstu perlur jólanna í glæsilegum útsetningum og flutningi listafólksins.

Guðrún Gunnarsdóttir

Samstarf Friðriks og Guðrúnar hefur gefið af sér þrjár plötur sem unnar voru af Ólafi Gauki Þórhallssyni. Jólaplata þeirra, Ég skemmti mér um jólin, hefur notið mikilla vinsælda en á tónleikunum munu þau syngja lög sem finna er á plötunni. Auk þess mun Guðrún með sína silkimjúku rödd syngja jólaperluna Dansaðu vindur.

 

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

Jóhanna Guðrún er af mörgum talin okkar besta söngkona. Ung að árum vakti hún mikla athygli og gerði nokkrar mjög vinsælar plötur. Framganga hennar í Söngvakeppni Evrópskra Sónvarpsstöðva skilaði Íslandi sínum besta árangri árið 2009 þegar hún flutti lagið Is it true óaðfinnanlega. Jóhanna syngjur jólin inn í Hofi 3. desember með þeim hætti að fáir leika það eftir.

 

Gissur Páll Gissurarson

Sjarmörinn Gissur Páll Gissurarson er einn vinsælasti tenór landsins í dag. Silkimjúk röddinn leikur sér að helstu perlum jólanna og verður án efa einhver gæsahúðin sem fer um salinn. Gissur hefur sungið stór hlutverk í helstu verkum óperuheimsins og komið víða við á tónlistarbrautinni.

 

Helena Eyjólfsdóttir

Það er ekki ofsögum sagt að Helena Eyjólfsdóttir sé dægurlagadrottning norðurlands og þó víðar væri leitað. Þar ber hæst framganga hennar í hljómsveit Ingimars Eydal. Ferill Helenu hófst þegar hún var 12 ára en þá söng hún lag inn á jólaplötu. Ferill hennar er því einn sá lengsti sem nokkur íslensk dægurlagasöngkona hefur átt eða yfir 60 ár. Um þessar mundir er hún að senda frá sér fyrstu sólóplötu sína. Það er aldrei of seint!

 

Ragnar Bjarnason

Hann hóf feril sinn sem trommuleikari aðeins 16 ára gamall en árið 1954 kom í fyrsta sinn út lag með söng hans á plötu. Það var ekki aftur snúið. Raggi Bjarna er goðsögn í lifanda lífi. Það er ógerlegt að telja upp öll hans afrek á tónlistarsviðinu. Raggi syngur inn jólin fyrir marga og verður engin undantekning þar á í Hofi 3. desember. Er líða fer að jólum. Það þarf ekki að segja neitt meira.

< < Til Baka

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...