Jólatónleikum Friðriks Ómars í Hofi frestað.

FRÉTTATILKYNNING
Jólatónleikum Friðriks Ómars í Hofi frestað
til morguns vegna veðurs.

Vegna veðurs er þrennum stórtónleikum Friðriks Ómars í Hofi Akureyri, Heima um jólin, sem vera áttu í dag kl. 16:00, 19:00 og 22:00 frestað til morguns 6. desember. Tónleikarnir færast allir fram um eina klukkustund á morgun 6. desember og verða kl. 15:00, 18:00 og 21:00.

“Okkur fannst mikilvægt að gera allt sem við gátum til að tónleikagestir kæmust. Tónleikarnir hafa verið færðir til sunnudags í stað þess að fella þá niður og það tókst með samvinnu listafólksins og Menningarhússins Hofs. Gestir okkar hafa beðið með mikilli eftrvæntingu eftir tónleikunum og því er það okkur mjög mikilvægt að geta haldið þá þrátt fyrir það sé degi síðar en áætlað var. Á morgun er annar sunnudagur í aðventu og það á því vel við að við syngjum jólin inn fyrir okkar fólk fyrir norðan.“ segir Friðrik Ómar.

Auk Friðriks koma fram á tónleikunum þau Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson, Margrét Eir, María Ólafsdóttir, Hákon Guðni og Ninna Pálmadóttir
ásamt 10 manna hljómsveit og raddsveitt.

Nánari upplýsingar í Menningarhúsinu Hofi í síma 450-1000.

< < Til Baka

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...