Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð.

Björt og fögur söngröddin minnir óneitanlega á áferð raddar Vilhálms og ekki síður skýrmælgin sem einkenndi söng Vilhjálms. Á þessum glæsilegu tónleikum mun Friðrik flytja fjölda laga sem Vilhjálmur söng á sínum ferli ásamt færustu hljóðfæraleikurum íslensku þjóðarinnar. Gestasöngvarar eru Sigríður Thorlacius, Jógvan Hansen, Jóhann Vilhjálmsson, Regína Ósk og Margrét Eir.

Sannarlega tónleikar sem enginn unnandi laga Vilhjálms Vilhjálmssonar ætti að láta framhjá sér fara. Miðasala í fullum gangi hér!

Um Vilhjálm Vilhjálmsson

Fólk man ljúfa tenórrödd þessa ástsæla dægurlagasöngvara og það sem meira er: Ungt fólk sem fætt er löngu eftir fráfall Vilhjálms dáir lögin, sem hann gerði að sínum með persónulegum og áreynslulausum söngstíl.

Vilhjálmur ætlaði aldrei að verða dægurlagasöngvari. Stefnan var sett á háskólanám. En enginn má sköpum renna. Fyrstu skrefin á söngbrautinni voru stigin í menntaskólanum á Akureyri. Síðan tóku við sigrar með hljómsveitum Ingimars Eydals og Magnúsar Ingimarssonar. Þá urðu plöturnar vinsælar sem Vilhjálmur söng inn á ýmist einn eða með Elly systur sinni. Mörg lög lifa enn í minningunni hátt í fimmtíu árum eftir að þau komu út, svo sem Lítill drengur, Við eigum samleið og Bíddu pabbi, svo að örfá séu nefnd.

< < Til Baka

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...