Piano Man

Lagasmiðunum og söngvurunum Billy Joel og Elton John verður gert hátt undir höfði í næstu tónleikasýningu Rigg viðburða sem ber heitið PIANO MAN. Sýningin inniheldur margar  af þeirra bestu og vinsælustu tónsmíðum og er víst að úr vöndu er að velja.  Að venju verður einnig ýmiss skemmtilegur fróðleikur um listamennin og stiklað á stóru í ferli þeirra. Alls hafa þeir félagar selt um 500 milljónir platna samanlagt og hafa ótal mörg lög þeirra setið á vinsældarlistum víða um heim.  Hver kannast ekki við lög eins og Piano Man, Your song, Tell her about it, Just the way you are, Goodbye yellow brick road, Tiny dancer, Uptown girl, Moving out, Daniel, Honesty, Crocodile rock og The longest time.?

Frumsýnt í Eldborg 28. október 2016.

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...