Til heiðurs George Michael

Rigg viðburðir sjá um framleiðslu á tónleikum til heiðurs George Michael og Wham. Næstu tónleikar:

Til heiðurs George Michael
Aukatónleikar í Eldborg 14. september 2018 kl. 21:00

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum hætti fyrr á þessu ári. Eftispurnin hefur verið svo mikil að ákveðið hefur verið að halda aukatónleika föstudagskvöldið 14. september kl. 21:00.

George Michael lést á jóladag 25. desember 2016 aðeins 53 ára að aldri. Hann skaust upp á stjörnuhimininn snemma á níunda áratugnum í dúettnum WHAM. Síðar hóf hann sinn glæsilega sólóferil sem náði hæstu hæðum með metsöluplötunni FAITH sem innihélt marga af hans stærstu smellum eins og Faith, One More Try, Father Figure, Kissing A Fool og fl. Hljómsveit Rigg viðburða, söngvarar og dansarar munu flytja lög eins og Everything She Wants – Freedom – Outside – Careless Whisper – Wake Me Up – I’m Your Man – I knew you were waiting og fl.

Allir listamennirnir sem koma fram eru miklir aðdáendur tónlistarmannsins.

Fram koma:
Söngur: Friðrik Ómar
Gestasöngvarar: Svala Björgvins, Jóhanna Guðrún, Jógvan Hansen,
Regína Ósk, Margrét Eir og Erna Hrönn
Trommur: Benedikt Brynleifsson
Slagverk: Einar V. Scheving
Bassi: Róbert Þórhallsson
Gítar og raddir: Kristján Grétarsson
Hljómborð og raddir: Ingvar Alfreðsson
Saxofónn og slagverk: Sigurður Flosason
Trompet og hljómborð: Ari Bragi Kárason
Dansarar: Javi Valino og Maxim Petrov
Einnig mætir Gospelkór Jóns Vídalíns undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar á svið

Hljóðmeistari: Haffi Tempó ásamt Björgvini Sigvaldasyni
Ljósameistari: Helgi Steinar
Grafík: Pálmi Jónsson
Videokeyrsla: Gísli Bergur Sigurðsson
Dansar: Birna Björnsdóttir
Aðstoð við búninga: Selma Björnsdóttir
Förðun: Elín Reynisdóttir og Sólveig Birna Gísladóttir
Hár: Íris Sveinsdóttir
Samsetning: Friðrik Ómar
Framleiðandi: Rigg viðburðir

Strax eftir tónleikana er eftirpartý í anddyri Hörpunnar þar sem plötusnúður heldur uppi stuðinu frameftir nóttu.

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...