BeeGees

Árið 1958 stofnuðu áströlsku bræðurnir Barry, Maurice og Robyn Gibb hljómsveitina Bee Gees. Sennilega óraði þeim ekki fyrir þeim vinsældum sem beið þeirra og fjölda þeirra laga sem áttu eftir að ná miklum vinsældum út um allann heim. Það má með sanni segja að þeir séu óaðskiljanlegur hluti diskósins.

Meðal helstu smella hljómsveitarinnar má nefna Massachusetts, How deep is your love, Staying alive, To love somebody, Islands in the stream, Tragedy og Jive Talking.

Rigg sett saman stórskotalið söngvara og hljóðfæraleikara sem flytur söngbók BeeGees með miklum bravúr. Umsagnir gesta eru á einn veg:

“12 stig!”
-Gulli Helga, útvarpsmaður

“Þvílíkar raddir! BeeGees er enn ein rósin í hnappagatið hjá fyrirtækinu RIGG. Fjörugt fyrir allan peninginn en auk þess fræðandi og einlægt – enda einvalalið á sviði sem augljóslega þótti vænt um viðfangsefnið. Ekki hægt að sitja…enda til hvers þegar þessi tónlist er flutt?!?” 
- Hulda Bjarna, Ísland í bítið

“Lögin, framsetningin og framistaða listamannanna allra gerði Bee Gees heiðurstónleikana að hreint stórkostlegri kvöldstund”
- Daddi Diskó

“Tónleikarnir voru algjört DÚNDUR! Það fara ekki allir í skó Gibb-bræðra eins og okkar fólk gerði þarna, mikil fagmennska. Áhorfendur iðuðu í sætum sínum framan af, svo einfaldlega sprakk allt og fólk dansaði, klappaði og stappaði. Gríðarlega góð skemmtun!“
-
Guðfinnur Sigurvinsson, Síðdegisútvarpinu, Rás 2.

Söngur og raddir:

Pétur Örn Guðmundsson
Friðrik Ómar
Matthías Matthíasson
Jógvan Hansen
Jóhanna Guðrún

Hljómsveit:
Þórir Úlfarsson – píanó og raddir
Stefán Örn Gunnlaugsson – hljómborð og raddir
Róbert Þórhallsson – bassi
Kristján Grétarsson – gítar og raddir
Hannes Friðbjarnarson – slagverk og raddir
Einar Þór Jóhannsson – gítar og raddir
Sigurður Flosason – blástur og slagverk
Benedikt Brynleifsson – trommur

Dansarar undir stjórn Yesmine Olson
Hljóðmeistari: Haffi Tempó
Ljósameistari: Agnar Hermannsson
Framleiðandi: Rigg ehf

 

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...