Elvis Tribute

Elvis Tribute eru tónleikar sem hafa verið haldnir í nokkur skipti við góðar undirtektir til að minnast kóngsins. Þar kemur Friðrik Ómar fram ásamt fríðu föruneyti og flytur öll bestu lög Elvis Presley. Friðrik kom fyrst fram á opnunarkvöldi Blúshátíðarinnar í Ólafsfirði í júní 2005 með Elvis lögin eftir að hafa sótt kónginn heim til Graceland. Í kjölfarið fylgdu tónleikar í Sjallanum í mars og október 2006 á Akureyri og síðan í Salnum í Kópavogi 16. ágúst 2007 en þann dag voru 30 ár liðin frá andláti Elvis Presley. Árið 2010 ákvað Rigg að setja upp tónleikaröð í samstarfi við Salinn í Kópavogi. Tónleikarnir slógu í gegn og voru alls haldnir 10 tónleikar. Síðla árs 2010 kom síðan út geisla-og mynddiskur frá tónleikunum. Meðal laga eru Jailhouse rock, Suspicious Minds, Can´t help falling in love, Love me tender, The wonder of your og Burning Love. Útgáfan er uppseld.

Tryggðu þér eintak á Tónlist.is!

 

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...