Bat out of hell

Í þessari tónleikasýningu er samstarfi Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinmans  gert hátt undir höfði með áherslu á metsöluplötuna Bat out of hell sem kom út í október árið 1977 og er mest selda erlenda platan á Íslandi fyrr og síðar. Einnig eru flutt þekkt lög eftir Jim Steinman sem setið hafa á toppi vinsældarlista út um allan heim, eins og Total eclipse og the heart, Holding out for a hero, Its all coming back to me now og fleiri.

Sýningin hefur hlotið einróma lof áhorfenda:

Þvílík fagmennska, þvílíkur kraftur og þvílík auðmýkt gagnvart viðfangsefninu. Flutningurinn var óaðfinnanlegur í einu orði, gestirnir í húsinu, vissu ekki hvort þeir ættu að standa eða sitja af einlægri gleði. Kárlega best flutta popptónlist sem ég hef heyrt flutta í Hörpu“
Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

„Friðrik Ómar og co að gera frábært show í Hörpu. Algerlega magnað show. 5 stjörnur!“
Rúnar Róbertsson, dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni.

„Bat out of hell fær 15 stjörnur af 10 mögulegum. 
Besta show í Hörpunni frá upphafi!“
Íris Björk Pétursdóttir, tónleikagestur

Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi í þau 9 skipti sem hún hefur verið sýnd.

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...