U2

Þegar Larry Mullen hengdi upp auglýsingu í skólanum sínum sem á stóð einfaldlega “Hljóðfæraleikarar óskast” átti hann sennilega ekki von á útkomunni. Næstum 40 árum síðar hefur U2 markað spor sín í tónlistarsögunni sem ein vinsælasta, söluhæsta og aðsóknamesta hljómsveit allra tíma.

U2 hefur gefið út 12 hljóðversplötur þar sem þeir hafa verið ófeimnir við að kanna hinar ýmsu stefnur og strauma. Auk þess hafa þeir verið brautryðjendur í framsetningu á lifandi tónlist með ótrúlegum tónleikaferðum sínum.

Á næstum fjórum áratugum hefur bandið náð að þróast og breytast með tíðarandanum, enduruppgötva sig hvað eftir annað og haldið sínum sessi sem stærsta band í heiminum. Og þó svo að þeir hafi mildast aðeins með árunum hafa þeir ekki misst sjónar á þessum fjórum ungu reiðu strákum sem stofnuðu hljómsveit í Dublin fyrir langa löngu.

Það er stórskotalið íslenskra tónlistarmanna sem stígur á stóra svið Hörpu í Eldborg og flytur tónlist þeirra í glæsilegri umgjörð 24. október nk. Víst er að gríðarleg stemning mun einkenna salinn þegar lög eins og “One, Still haven’t found what I´m looking for, Pride (In the name of love), In a little while, Where the streets have no name og Sunday, bloddy sunday” munu hljóma ásamt öllum hinum smellunum.

Miðasala hefst 18. september á midi.is, harpa.is og í síma 528-5050.
Miðaverð 5990/7490/8490.

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...