Tina – Drottning Rokksins


Þakið ætlaði hreinlega að rifna af Eldborg þegar TINA – Drottning Rokksins var
frumsýnd fyrir troðfullri Eldborg 2. maí 2015.

Tina (Anna Mae Bullock) fæddist í Nutbush, Tennessee þann 26. nóvember árið 1939. Hún hóf söngferil sinn aðeins 16 ára gömul þegar hún kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Ike Turner.  Söngrödd Tinu var engri lík, krafturinn, tilfinningin og sviðsframkoman heillaði áheyrendur upp úr skónum, ný stjarna var fædd.

Ike og Tina gerðu það gott á sviði rythma, sálar og blústónlistar og lög eins og A fool in love, Its gonna work out fine, Nutbush city limits og Proud Mary skutu Tinu upp á stjörnuhimininn svo eftir var tekið um allan heim.

Þó frægðarsól Tinu hafi sannarlega skinið skært á árunum 1960-1978, eða þar til hún skildi við Ike, átti hún eftir að ná enn lengra.

Sólóplatan Private Dancer kom út árið 1984 og seldist í milljónum eintaka víða um heim. Breiðskífan innihélt lög eins og Whats love got to do with it, Better be good to me og Private dancer. Framhaldið þekkjum við öll. Tina hefur unnið til fjölda verðlauna og verið ein vinsælasta og dáðasta söngkona veraldar í áratugi.

Tina lagði sönginn á hilluna árið 2009 þegar hún stóð á sjötugu á hátindi ferlis síns, ein eftirsóttasta söngstjarna fyrr og síðar, og enn með flottustu fótleggi heims.

Tina ber titilinn Drottning Rokksins, því hún er “simply the best”.

Það er íslenskt stórskotalið tónlistarmanna og dansara sem stígur á sviðið í þessari glæsilegu sýningu og flytur öll bestu lögin frá ferli Tinu.

Söngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Erna Hrönn og Regína Ósk eru fremstar í flokki ásamt dönsurum, hljómsveit Rigg Viðburða og óvæntra gesta. Sérstakir gestir eru leikarinn Jóhannes Haukur og gítarhetjan og söngvarinn Vignir Snær.

Danshöfundur: Yesmine Olsson
Búningar: Filippía Elisdóttir
Stjórnandi: Friðrik Ómar

 

Fréttir

Til heiðurs George Michael

March 30, 2018

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar stórskotalið Rigg viðburða heiðraði minningu George Michael í Eldborg með glæsilegum...

Friðrik Dór í Eldborg 9. september

June 1, 2017

Það er með mikilli ánægju sem Rigg viðburðir kynna samstarf við poppstirnið Friðrik Dór um tónleika í Eldborg laugardaginn...

Bestu lög Vilhjálms-Aukatónleikar

February 14, 2017

Friðrik Ómar flytur perlur Vilhjálms ásamt gestum og 16 manna hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar í glæsilegri umgjörð. Björt...