Íslendingar fjölmenna á Vinalögin

Þeir Friðrik og Jógvan hafa haldið yfir 20 tónleika það sem af er tónleikaferðinni í sumar og gengið vel. Gestir hafa skemmt sér konunglega og fjölmargir fullyrt að þeir hafi sjaldan átt eins góða kvöldstund. Nokkrir hafa sett sig í samband við Rigg og óskað eftir aukatónleikum víðsvegar um landið og er það í athugun. Áhugasamir geta sent fyrirspurn á rigg@rigg.is. Gaman er frá því að segja að á tónleikatúrnum kviknaði sú hugmynd að hljóðrita aðra plötu þeirra félaga sem mun koma út fyrir næstu jól. Á henni verður að finna íslensk og færeysk barnalög og mun koma út á Íslandi og í Færeyjum líkt og Vinalög. Það er því í nógu að snúast hjá Friðriki og Jógvan!

Strákarnir á ferðalagi við Goðafoss.

< < Til Baka

Fréttir

SÖFNUNARÁTAK FYRIR BJÖRGUNARSVEIT FÆREYJA – 17 MILLJÓNIR SÖFNUÐUST

March 7, 2012

Rigg ehf stóð fyrir söfnunartónleikum fyrir Björgunarsveitina í Færeyjum þann 11. desember 2011. Þeir félagar Friðrik Ómar og Jógvan...

Íslendingar fjölmenna á Vinalögin

July 19, 2011

Þeir Friðrik og Jógvan hafa haldið yfir 20 tónleika það sem af er tónleikaferðinni í sumar og gengið vel....

Tónleikatúr Vinalaga farinn af stað !

June 16, 2011

Friðrik Ómar og Jógvan eru nú þegar farnir af stað um landið. Alls sækja þeir 24 staði heim og...