Útgáfur

THIS IS MY LIFE – EUROBANDIÐ

Geislaplatan kom út í tengslum við þátttöku Eurobandsins í Söngvakeppni Sjónvarpssins en Eurobandið náði þeim glæsilega árangri að komast fyrst íslenskra þátttakenda upp úr undankeppninni. Platan inniheldur fyrir utan smellinn This is my life lög eins og A ba ni bi, Hold me now, Eldur og Þér við hlið og fl. frábær Eurovision lög.

Í MINNINGU VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR
Tónleikaupptaka frá Salnum í Kópavogi
28. mars 2008
RIGG002

Þann 28. mars 2008 voru 30 ár liðin frá því einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Vilhjálmur Vilhjálmsson féll frá. Af þessu tilefni stóð Rigg fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi sem í upphafi áttu að vera aðeins einir en urðu sex og hætt var fyrir fullu húsi. Tónleikarnir tókust með afbrigðum vel, meira að segja svo vel að ekki var sunginn inn einn einasti tónn eða leikinn aftur fyrir útgáfu þessarar lifandi geislaplötu af tónleikunum. Söngvararnir Friðrik Ómar, Pálmi Gunnarsson, Stefán Hilmarsson og Guðrún Gunnarsdóttir ljá lögunum raddir sínar með miklum ágætum.

Fréttir

SÖFNUNARÁTAK FYRIR BJÖRGUNARSVEIT FÆREYJA – 17 MILLJÓNIR SÖFNUÐUST

March 7, 2012

Rigg ehf stóð fyrir söfnunartónleikum fyrir Björgunarsveitina í Færeyjum þann 11. desember 2011. Þeir félagar Friðrik Ómar og Jógvan...

Íslendingar fjölmenna á Vinalögin

July 19, 2011

Þeir Friðrik og Jógvan hafa haldið yfir 20 tónleika það sem af er tónleikaferðinni í sumar og gengið vel....

Tónleikatúr Vinalaga farinn af stað !

June 16, 2011

Friðrik Ómar og Jógvan eru nú þegar farnir af stað um landið. Alls sækja þeir 24 staði heim og...