FREDDIE MERCURY Í ELDBORG 18. APRÍL

Í nóvember á síðasta ári fylltist Silfurberg í hörpu fjórum sinnum á Heiðurstónleikum Freddie Mercury en 20 ár voru liðin frá því hann lést. Flutt voru öll þekktustu lög Mercury bæði frá sólóferli hans og með hljómsveitinni Queen. Gestir risu ítrekað úr sætum og fögnuðu ákaft eftir frábæran og kraftmiklann fluttning. Eftir tónleikana höfðu margir það á orði að þeir hefðu aldrei séð jafn góða og metnaðarfulla tónleika á Íslandi. Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að færa tónleikana í stóra sal Hörpu, Eldborg og verða þeir haldnir síðasta vetrardag miðvikudagskvöldið 18. apríl 2012 kl. 19:30 og 22:00. Þar stíga á stokk sem fyrr Eiríkur Hauksson, Magni, Friðrik Ómar, Eyþór Ingi, Matthías Matthíasson og Hulda Björk Garðarsdóttir óperusöngkona. Ásamt þessum föngulega hópi söngvara stjórnar Þórir Úlfarsson 12 manna hljóm-og raddsveit.

Miðasala er á www.midi.iswww.harpa.is og í síma 528-5050.
Miðaverð er 7900/6400/4900

< < Til Baka

Fréttir

SÖFNUNARÁTAK FYRIR BJÖRGUNARSVEIT FÆREYJA – 17 MILLJÓNIR SÖFNUÐUST

March 7, 2012

Rigg ehf stóð fyrir söfnunartónleikum fyrir Björgunarsveitina í Færeyjum þann 11. desember 2011. Þeir félagar Friðrik Ómar og Jógvan...

Íslendingar fjölmenna á Vinalögin

July 19, 2011

Þeir Friðrik og Jógvan hafa haldið yfir 20 tónleika það sem af er tónleikaferðinni í sumar og gengið vel....

Tónleikatúr Vinalaga farinn af stað !

June 16, 2011

Friðrik Ómar og Jógvan eru nú þegar farnir af stað um landið. Alls sækja þeir 24 staði heim og...